Merking lita í draumi

Um liti gildir, eins og um fleiri draumtákn, ađ ekki verđur gefin upp ein einhlít upptalining á merkingu ţeirra eđa gildi fyrir ráđningu drauma. Ţannig getur samsetning lita veriđ afgerandi og einnig hverning viđkomandi dreymandi sér og skynjar liti. Einnig hreinlega hvernig viđkomandi persónu líka viđkomandi litir.

Litasamsetningar sem geta veriđ afgerandi eru:

1) Bjartir og hreinir litir, sem yfirleitt tákna bjartsýni, lífsgleđi, kćrleika og lífsorku
2) Mikill blámi sem táknar heilindi, andlega tengingu, heilun, lćrdóm og visku
3) Dumbúngs litir geta táknađ mótlćti, vonleysi, ţróttleysi og ákveđinn vanmátt, en einnig festu og stöđugleika. 

Ţegar litir í draumum eru skođađir er einnig fróđlegt og gagnlegt ađ skođa ţá og bera saman viđ liti orkustöđvanna sjö eđa liti bliksins (árunnar).

  

Litir orkustöđvanna, bliksins.


Hvirfilstöđ – hinn hugrćni ţáttur, tenging viđ alheimsorkuna – Fjólublátt / hvítt
Ennisstöđ – tilfinningalegur ţáttur, sjálfiđ – Indigóblátt
Hálsstöđ - efnisţćttir, tjáning - Blátt
Hjartastöđ – kćrleikur – Grćnn
Solar Plexus – lćgri hugrćnn ţáttur, andleg viska – Gulur
Magastöđ – lćgri tilfinningaţáttur, tilfinningar – Appelsínugulur
Rótarstöđ – tengsl viđ efnisheiminn, lífsviljinn - Rautt 


Gildi lita í draumum, einföld upptalning síđuritara

Blár: róandi, friđur, sannleikur, vinátta, tjáning, velgengi, heilun, andlegur litur og andleg leiđsögn

Fjólublár: sjálfstćđi, kraftur, andleg viska, andlegur ţroski og heilun, hugsjónir

Rauđur: kraftur, lífsorka, líkamleg heilsa, viljastyrkur, ástríđur, hreyfing

Rauđgulur / appelsínugulur: sköpun, hugmyndir, sjálfstraust, tilfinningar, lífsgleđi, metnađur, kynlíf og félagslyndi.

Gulur: kćrleiki, viska, frelsi, bjartsýni, opin hugur, sjálfstraust, ađdráttarafl

Bleikur: ást, vinátta, heiđur, rómantík, kćrleikur, virđing.

Grćnn:, frjósemi, velgengni, heppni, endurnćring, kćrleikur, fegurđ, heilun

Svartur: vörn, mótlćti, einangrun, stađfesta, áform

Brúnn: jarđtenging, öryggi, hagsýni, skuldbindingar, eljusemi

Blágrćnn: samskipti, sköpun, listrćn gildi

Hvítur: friđur, sannleikur, andlegur styrkur, hreinleiki, hugleiđsla, heilun, vörn, hamingja

Gull: sólarorkan, hinn guđlegi neisti og kraftur, skilningur, viska og innsći

Silfur: andleg vörn, hin guđlega orka, stöđugleiki, dulrćnir hćfileikar

Eins og áđur segir er ekki til einhlítar skýringar á gildi lita í draumum. Hér á eftir verđa raktar nokkrar sem ţekktar eru međal draumráđenda og hafa birst á prenti.


Eftirfarandi upptalning gefur mynd af hefđbundnum skýringum á gildi lita í draumum

(ađallega byggt á bók Ţóru Elfu Björnsson, Draumarnir ţínir, Hörpuútgáfan 2004) 


Blátt
: mjög góđur litur, merkir réttlćti og friđ, trúarleg og andleg málefni og er oft tengdur lćrdómi, göfuglyndi og rćktarsemi. Getur einnig veriđ tákn um ađ slaka á, hćgja ađeins ferđina.

Gráblátt: er merki um lasleika og volk. Getur einnig tengst eftirlátssemi viđ lítilmótlegar hvatir.

Fjólublátt: er bćtandi litur og tengist háleitum markmiđum.

Rautt: er sagt tákna glađlyndi, vináttu og hreyfingu á hlutum og ekki síst lífskraft og orku.En rautt getur líka táknađ reiđi, árásargirni og hćttuástand

Rauđgulur eđa appelsínugulur litur getur í sumum tilvikum táknađ hreysti og lifsgleđi en í öđrum hatur og hörmungar.

Gult er sagđur einn göfugasti liturinn ef hann er skćr og hreinn. Hann tengist sólinni og lífinu – lífsorkunni – og er merki kćrleika, visku og innsćis. En móskulegur og óhreinn gulur litur er sagđur tákn illra afla, merkir svik, grćđgi, óheilindi, hlutleysi. 

Grćnt er litur gróanda og vaxtar, einnig í manneskjunni sjálfri. Hreinn grćnn litur merkir vonir og dugnađ, jafnvćgi og góđa heilsu. En sé hann blandađur eđa óskýr getur hann táknađ óţroskađ fólk, hálfgerđa grćningja, og jafnvel illa innrćtt fólk. 

Blágrćnn litur tengist oft skapandi störfum, myndlist, skáldskap og öđru í svipuđum dúr. 

Brúnt: er jarđbundinn og nokkuđ oft neikvćđur litur en brún mold getur veriđ fyrir góđu.

Svart er litur sorgar, vonleysis, ţunglyndis, tómarúms og glatađra tćkifćra. Jafnframt getur svart táknađ stađfasta og einlćga ákvörđun dreymandans í persónubundnu máli, t.d. ef dreymandinn er klćddur í svart. 

Hvíti liturinn táknar styrk og góđ öfl, hann getur táknađ einfaldleika og andlegt jafnvćgi. Sumir telja hann sorgarlit eđa merki um dulda löngun til ađ vera ekki međ – vera nánast litlaus og lítiđ áberandi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær vefur, hver sem þú ert "draumar"!? Hef aldrei áður sett draumaliti áður í samband við blikið. Þegar maður sér þetta hér verður þetta svo ljóslifandi og einfalt, því blikið/áran segir svo mikið um líðan fólks, tilfinningar og jafnvægi. Bros og takk fyrir þetta :):)

Berglind (IP-tala skráđ) 12.4.2007 kl. 23:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband