Bílvelta í draumi

Þessi draumur barst frá: Anna María Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 18. maí 2008

Mig langar að vita hvort það sé hægt að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stuttu og ég hugsa oft um því hann var svo skýr en mig dreymdi að ég væri að keyra og velti bílnum í beygju fyrst fannst mér að þetta gerðist mjög hægt og að bíllinn færi bara eina veltu en þá fór hann að fara hring eftir hring ég næ að horfa aftur fyrir mig og sé þá að hann stefnir á einskonar hlið eða 2 staurar sem stóðu eins og hlið og ég hugsa að þessu sé lokið þ.e.a.s lífinu en einhvern veginn fór bíllinn á milli hliðanna og skaðaðist báðum megin ég fann að ég var ekki mikið slösuð en mjög mikið skorin fötin voru rök sem ég vissi að væri af blóði og ég fann mikið til í stórum skurðum annarsvegar á kálfa og upphandlegg hægra megin en mér tókst að komast út úr bílnum hjálparlaust og fannst ég ganga dálítið lengi og það lak blóð niður úr buxunum en þá voru komnir til mín hjúkrunarmenn slökkviliðsmenn eða sjúkraflutningamenn og voru að tala um hvað ég væri dugleg ég hefði gengið alla þessa leið og komist að sjálfsdáðum út úr bílnum og þá vaknaði ég en mér fannst ég finna til í skurðinum á handleggnum þegar ég vaknaði svo raunverulegur var þessi draumur ég vil svo þakka fyrir ef hann verður ráðinn ég hef ekki prufað að senda svona áður.

Draumráðning:

Sæl Anna María. Já ég skal reyna að ráðá í drauminn þinn. Það að keyra bíl er oft tengt við lífshlaup viðkomandi eða langanir af einhverju tagi. Það að þú lendir í slysi á bílnum segir mér að þú munir upplifa eitthvert mótlæti eða mæta einhverjum erfiðleikum í lífi þínu. Þú nærð hinsvegar að vinna þig vel útúr því, þú nærð settu marki sem mér finnst vera ljóst af draumnum þar sem þú nærð bílnum í gegnum markið, milli stauranna. Að þú nærð að bjarga þér sjálf eftir slysið staðfestir þá skoðun mína og jafnframt að þú munir finna fyrir miklum stuðning. Ég treysti mér hins vegar ekki til að segja hverjir þessir erfiðleikar kunna að vera, en þeir gætu tengst sambandi við ákveðna manneskju eða einhverju sem þú ert að fást við. Ég tel ekki að þetta sé neitt sem þú þurfir að óttast sérstaklega.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað við að skilja drauminn þinn.

Bestu kveðjur og gangi þér vel :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband