16.5.2007 | 23:29
Konur dreymir meira á meðgöngunni
"Draumar virðast oft mun meira lifandi á meðgöngunni en ella og er það talið tengjast breytingum á hormónabúskap. Rannsóknir sýna að tímabil draumsvefnsins REM eru lengri á meðgöngunni og leiðir það til flóknari drauma, gjarnan með auknu kynferðislegu inntaki. Draumar kvenna á meðgöngu eru alla jafna skýrari og áhrifameiri og er talið að þetta virka draumalíf sé ein leið vitundarinnar til að auka næmleika konunnar á þarfir barnsins" (Björg Bjarnadóttir. 2003. Draumalandið, Skuggsjá)
Þessi tilvitnun hér að ofan er úr þessari áhugaverðu bók, Draumalandið, sem ritari draumabloggsins var svo lánsamur og hamingjusamur að fá áritaða að gjöf frá bókarhöfundi.
Bókin Draumalandið, draumar íslendinga fyrr og nú er rituð af Björgu Bjarnadóttur. Björg er doktor í þróunarsálfræði og sérstakur áhugamaður um drauma, merkingu þeirra, tilurð og tilgang. Björg er án efa meðal fremstu vísindamanna sem stunda rannsóknir á draumum í dag.
Fyrir utan að fjalla um tengsl svefns og drauma, skilgreiningu ólíkra flokka drauma, er í bókinni að finna fjölda drauma sem skráðir hafa verið eftir fólki, og síðast en ekki síst er bent á hagnýtar leiðir fyrir fólk til að læra á drauma sína og vinna með þá sér til gagns og gleði.
Frábær bók sem enginn áhugamanneskja um drauma ætti að láta fram hjá sér fara
Athugasemdir
Ég verð að kíkja á þessa bók, takk. Gaman að lesa þetta blogg, frábært innlegg :)
Silja Kr. (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 23:23
Hef skoðað aðra bók eftir þessa konu (Í Draumi). Sú bók er alveg ótrúlega falleg og áhugaverð. Vildi bara láta vita af henni
Frábært að þú skulir skrifa þessa síðu, takk +++
Sigríður (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.