Ég var öll í lús um höfuðið

Eftirfarandi draumur barst frá: Sigríður Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. maí 2007

Lýs

Mig lagnar að fá ráðinn draum sem mig dreymdi í síðustu viku. Ég var öll í lús um höfuðið. Ef ég hristi hausinn þá var eins og svart teppi legðist fyrir. Ég var heima hjá foreldrum mínum og var að reyna að koma í veg fyrir að ég skildi eftir lýs þar. Vildi ekki smita þau. Svo var ég stödd heima hjá mér yfir baðkarinu og var að hrista þetta af mér þar ofaní. Þær bitu mig ekki svo ég muni og ég var ekki að nota sápu eða neitt þannig til að þvo þær af mér. Mér fannst þær óæskilega en ég var frekar hissa en hrædd á þessum ósköpum í draumnum. Mig klæjaði mikið þegar ég vaknaði.

Draumráðning:

Lýs í draumi geta verið mjög táknrænar. Mikið af lús eins og í draumnum þínum getur verið fyrir peningum eða betri hag en þú býrð við í dag. Mikilvægt varðandi túlkun draumsins er hvernig þú bregst við lúsinni í draumnum, því það að drepa lús getur bent til veikinda eða einhverra óþæginda. Það að þú hristir af þér lúsina en drepur ekki bendir því miklu fremur á að peningar sem þú átt ekki von á bíði þín. Ef lýs bíta getur það verið fyrirboði um illt umtal, en það á ekki við í þínum draumi. Við skulum þó ekki útiloka að hér geti verið um að ræða einhver vandamál sem þú hefur ekki unnið úr og vilt hlífa foreldrum þínum við. Það að þú ert að reyna að forða foreldrum þínum frá lúsinni getur bent til þess.

Betur get ég ekki lagt útfrá þessum draumi þínum Sigríður, en þú finnur örugglega hvaða skýring á við í þínu tilviki útfrá tilfinningum þínum í draumnum. Ég er þess þó fullviss að þessi draumur er ekki fyrirboði neins ills, í mesta lagi ábending til þín að gera upp einhverja óunna hluti og í besta falli fyrirboði aukins fjár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband