Óeðlilegur hárvöxtur

Óeðlilegur hárvöxtur

Þessi draumur barst draumablogginu frá: Álfhildur Hallgrímsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. júní 2007

Mig dreymdi í nótt að ég væri með óeðlilegan hárvöxt á líkamanum, frá hálsi og niðurá herðar, hálfgerða kamba hvorum megin. Ég var að vonum óánægð með þennan hárvöxt en taldi ómögulegt að vera að raka þetta af þar sem hárið yxi hvort eð er strax aftur og þá jafnvel í meira mæli. Ég var þó að plokka stöku hár hér og þar af andlitinu. Geturðu háttvirtur höfundur sagt mér hvað þetta merkir eiginlega?

Draumráðning:

Kæra Álfhildur. Það er mér sönn ánægja að veita þér leiðsögn með drauminn þinn. Mikið hár í draumi er almennt tákn um góða heilsu, en mikill hárvöxtur í draumi getur þó einnig verið fyrirboði um ótryggð. Þar sem hárvöxturinn í þínum draumi er ekki hefðbundinn tel ég að hér geti þó verið um frekari skýringar að ræða sem ég vil þó að setja fram með ákveðnum fyrirvörum þar sem ekkert kemur fram um lit eða áferð hársins í þínu tilviki. Hálsinn sem hárvöxturinn er á er hér einnig táknrænn, en hann segir gjarnan til um auðæfi eða vald af einhverju tagi. Í þínu tilviki þykir mér líkleg skýring að þér muni hlotnast eitthvað gott eða þú munir afreka eitthvað sem tekið verður eftir en kemur þér nokkuð á óvart sjálfri og þú meðtekur ekki að fullu. Það kann þó að vera líka að þér líki ekkert of vel þær breytingar sem það kann að hafa á líf þitt, þú streytist á móti en gerir þér þó fljótt grein fyrir að þessir hlutir munu gerast hvað sem þú aðhefst.

Vona að þessi draumskýring mín verði þér að einhverju gagni. Þú átt að geta fundið með þér sjálfri hvort þetta á við eða hvort ég er ekki að ná að lesa í drauminn þinn. Geymdu þessa skýringu mína því bara með þér án þess að velta þessu of mikið fyrir þér. Ekkert við drauminn þinn bendir til þess að hér sé einhver bein viðvörun á ferð og því ekki ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband