Persónuleg draumtįkn

Fékk žessa skemmtilegu og fróšlegu fyrirspurn fį Ašalheiši ķ gestabókina 

Ég er alltaf meš stóru draumrįšningarbókina į nįttboršinu hjį mér og fletti išulega upp ķ henni žegar ég vakna upp af skrķtnum og sterkum draumum. Eitt sinn dreymdi mig draum sem snerist ašallega um brśšarslör en žaš er sagt vera fyrir žvķ aš einhver į heimilinu lįtist. Sama kvöld veiktist mašurinn minn frekar alvarlega og brį mér mjög. Kom ég honum til lęknis um leiš og unnt var og įtti hann ķ veikindum sķnum ķ nokkrar vikur en nįši fullum bata. Nokkrum vikum sķšar dreymir mig svipašan draum og skömmu sķšar veiktist yngsta dóttir okkar. Ķ fyrstu var ekki vitaš hvaš var aš en um sķšir var hśn skorin upp og var žį meš sprungin botnlanga. Hśn nįši sér lķka aš fullu en ég var ekki ķ rónni ķ langan tķma į eftir. Getur veriš aš brśšarslör tįkni slęm veikindi hjį mér en ekki andlįt? Ég veit t.d. aš mannaskķtur er ekki fyrir peningum hjį mér heldur žvert į móti fyrir peningavandręšum. Ömmu mķna dreymdi alltaf įkvešinn mann įšur en einhver sem hśn žekkti dó. Veistu eitthvaš um žaš hvernig draumrįšningar verša til og um svona ,,frįvik" - ef svo mį segja - frį žeim? Meš kvešju.

Svar

Sęl Ašalheišur og bestu žakkir fyrir žessa fyrirspurn. Jį ķ mķnum huga er engin spurning aš draumtįkn geta veriš persónuleg og ķ žķnu tilfelli sżnist mér augljóst aš endurteknir draumar žķnir um brśšarslöriš eru aš gefa žér vķsbendingar  um veikindi, en ekki andlįt. Žś ert einmitt hér meš gott dęmi žess aš hęgt er aš lęra aš žekkja drauma sķna og draumtįkn meš žvķ aš skrį draumana eša leggja į minniš og bera žį saman viš žaš sem viškomandi sķšan upplifir.

Hvernig verša draumtįkn til, spyrš žś? Draumtįkn verša einmitt til į žennan hįtt, fólk lęrir af reynslunni og flestar žęr draumrįšningabękur sem skrįšar hafa veriš byggja į sögnum og reynslu fólks gegnum aldir. Draumtįkn eru lķka sjaldan einhlķt og eins og ég hef įšur fjallaš um hér į vefnum mķnum žį skiptir tilfinning dreymandans sjįlfs fyrir draumnum og lķšan ķ draumi einnig miklu um rįšningu drauma. Enginn er betri draumrįšandi en dreymandinn sjįlfur ef viškomandi er opinn fyrir žvķ aš leyfa bošskap draumanna aš koma til sķn óhindraš.

Draumtįkn og skķringar žeirra eru heldur ekki eilķt sannindi frį einum tķma til annars eša frį einum staš til annars. Skilaboš draumanna eru žannig gerš aš draumtįkn hvers og eins eiga einhverja skķrskotun ķ žaš umhverfi og ašstęšur sem viškomandi er ķ. Į mešan Ķslendingar įttu allt sitt undir landbśnaši eša sjósókn tengdust drauma mikiš žessum žįttum žar sem žannig komu fram myndlķkingar og skilaboš sem fólk gat sett ķ samhengi viš sitt daglega lķf. Žannig mį benda į fjölda draumtįkna sem tengdust saušfé og heyskap sem ķ dag er oršiš svo langt frį veruleika flestra aš žau draumtįkn koma sjaldnar fyrir. Önnur draumtįkn koma žar inn og taka viš. Žetta er ķ raun ekkert ólķkt žvķ hvernig tungumįl žróast į löngum tķma. Mįllżskur tungumįlanna eru žar svipašra og persónuleg eša stašbundin draumtįkn.

Ekki hafa veriš fęršar sönnur fyrir žvķ hvernig žetta gerist nįkvęmlega, en ég tel og trśi aš lķklegasta skżringin sé sś aš žegar okkur dreymir žį er undirvitund okkar sjįlfra aš vinna śr bošum og matreišir žau į žann hįtt aš viš skiljum ķ vöku. Undirvitundin okkar, sjįlfiš, er ķ miklu meiri tengingu viš alheiminn en okkur flest grunar svona dags daglega og žvķ mikilvęgt aš nį aš finna friš og ró meš sjįlfum sér til aš nį aš nema žau boš og žį visku sem žar bżr.

Vona aš žetta hjįlpi žér eitthvaš ķ aš skilja og vinna meš draumana žķna

Kęr kvešja


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband