Barnið

Eftirfarandi draumur barst í gestabókina frá: Björn A. (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. júní 2007

Barnið

Mig dreymdi að ég hafi verið með félögum á einhverjum skemmtistað. Svo kemur það að stelpa með barnavagn sem ég þekkti ekki neitt en hún þekkti félaga mína þannig að hún fór með þeim inná skemmtistaðinn og bað mig um að fylgjast með vagninum. í Vagninum var svona 1.-2. ára gamalt barn. Svo vaknar barnið og ég tek það upp til að koma í veg fyrir að það fari að gráta, fer svona að tala við það en það er rólegt allan tímann, svo kemur móðurinn út og í stað þess að taka barnið þá gengur hún framhjá eins og hún þekki mig ekki og fer með félögum mínum niðrí bæ og ég sit eftir með barn sem ég á ekki.

Draumráðning:

Sæll Björn og takk fyrir að senda drauminn þinn. Það að dreyma börn er oft fyrirboði einhverra veikinda eða erfiðleika. Að annast barn sem maður ekki þekkir kemur gjarnan fram sem fyrirboði veikinda í fjölskyldu dreymandans. Í draumnum þínum eru þó einnig jákvæð merki sem tengjast barninu, því sofandi barn veit á lánsemi. Til að gefa skýringu á þessum draum þínum væri gott að vita hvernig þér sjálfum leið í þessari stöðu. Ég myndi vilja ráðleggja þér að hafa ekki áhyggjur, en vera samt á varðbergi gagnvart því að ekki sé verið að fara á bak við þig á einhvern hátt, því draumurinn ber þess merki að þú þurfir að takast á við einhverskonar mótlæti sem gæti tengst einhverjum vinum eða fólki sem þú umgengst. Sé þetta hins vegar vísbending um veikindi þá er það ekki tengt þér sjálfum en frekar einhverjum þér nákomnum. Þú ættir að hlusta áfram eftir draumunum þínum og taktu eftir því hvaða tilfinningu þú hefur sjálfur þegar þú vaknar og rifjar upp drauminn. Myndin gæti skýrst frekar með endurteknum draumum.

Vona að þetta hjálpi þér að skilja drauminn þinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband