Mig dreymdi um daginn að gamall vinur minn, sem heitir Elís ...

Eftirfarandi draumur barst frá: Sigurrós Yrja (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. júlí 2007

Mig dreymdi um daginn að gamall vinur minn, sem heitir Elís og mér hefur alltaf þótt rosalega vænt um en ekki talað við núna í 8-9 mánuði, sæti í stól inn í herbergi hjá mér og manninum mínum þegar við vöknuðum. Ég reyndi eitthvað að spjalla (small talk) en Elís svaraði engu, starði bara alltaf fram fyrir sig og gekk svo út alveg orðalaust. Þegar ég fór á eftir honum sat hann inni í stofu með afa mannsins míns og horfði enn bara fram fyrir sig orðalaust... Ég vaknaði svo þegar ég var á leið inn í herbergi að klæða mig... Ég er búin að setja hann á draumur.is en fæ engin svör... Þessi draumur hefur setið mikið á mér og valdið miklum áhyggjum hjá mér frá upphafi...!!! Heldurðu að þú getir hjálpað...??? Kveðja Yrja :)

Draumráðning:

Kæra Yrja, ég skal gera mitt besta til að skýra drauminn þinn. Það hefði reyndar verið gott fyrir mig að vita hvers konar vinasamband þið hafið átt þú og þessi vinur þinn, en ég held þó að það komi ekki að sök við ráðninguna. Almennt er gott að dreyma vini sína og er þar oft andhverfan af því sem okkur finnst best að upplifa það sem er fyrir bestu hlutunum.

Ég ætla ekkert að orðlengja um ráðninguna því fyrir mér eru skilaboð draumsins aðeins ein og nokkuð skýr, þau eru ábending til þín að hafa samband við þennan vin þinn. Ósögð orð um einhverja hluti, eða bara söknuður geta verið skýringin og á það þá ekkert síður við þig en vininn þinn, því slíkt kemur sjaldnast fram í draumi nema hugsanir beggja hafi mæst einhverstaðar.

Vona svo innilega að þetta gagnist þér. Símatal, sms, e-mail eða það sem er alltaf best hittast og spjalla trúi ég að gefi þér skjót svör við draumnum þínum.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband