Dreymdi nafnið Alexa

Eftirfarandi draumur barst frá: Telma Aníka (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. sept. 2007

Í nótt dreymdi mig draum, ekkert gerðist í rauninni í draumnum (að ég muni) en ég sá nafnið "ALEXA" með stórum feitletruðum stöfum. Mér leið eins og einhver væri að gefa mér nafnið. Litla frænka mín, sem að ég hef aldrei séð þar sem að hún býr í annarri heimsálfu, ber nafnið Alexa Romina, en bar nafnið Ana Romina til að byrja með. Ég er búin að vera nokkuð áhyggjufull í dag, hvers vegna sé ég nafnið hennar fyrir mér? Er ekki allt í lagi með hana? Mig langar líka að segja frá því að í sumar fór ég að undra mig á því að fólk sjái eitthvað skrifað í draumum, ég fór að undra mig á því að það hafi ég aldrei séð. Í von um svar. -Telma

Draumráðning:

Sæl Telma og takk fyrir að senda drauminn þinn. Ég skal gera mitt besta til að ráð í hann. Það að dreyma nöfn eða eitthvað sem er skrifað geta verið skilaboð til dreymandans ekkert síður en þegar talað er í draumi. Því er full ástæða til að horfa á þann möguleika að verið sé að koma til þín skilaboðum sem tengjast þessari litlu frænku þinni. Líklegast þykir mér að þú munir fá einhverjar fréttir af henni fljótlega. Nafnið hennar eitt og sér er mjög jákvætt draumtákn, því Alexa líkt og Alexander er mikið gæfu tákn. Ég sé ekkert sem bendir til að draumurinn sé að segja þér að eitthvað sé að. Frekar vil ég túlka drauminn sem boðbera gæfu fyrir þig og/eða að verið sé að minna þig á frænkuna. Til að taka frá þér allan ótta er langbest fyrir þig að leita bara frétta af litlu frænku þinni.

Með bestu kveðju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband