Himnastigi í draumi

Þessi draumur barst frá: hrefna (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 22. okt. 2007

Sæl aftur Mig dreymdi að ég væri að ganga upp mjög háan stiga (himnastigi en ég var á leið í leikhús) og það var fullt af fólki á sömu leið og ég. En margir duttu út af stiganum þar sem engin handrið voru. Ég horfi á eftir fólki detta og það var mjög langt niður. Fyrir neðan var hafið en það var stillt. Þegar ég kom upp þá voru svona einstigi yfir í lokastaðinn. Ég sá fólk detta niður af honum og mér fannst ég ekki hafa neinar áhyggjur af því að komast ekki yfir. En ég fór ekki yfir en fannst eins og ég færir yfir engu að síður. En þyrfti bara ekkert að óttast. Ein þeirra sem fór út á einstigið var kona að nafni Þóra og hún datt niður. Mér fannst þetta vera frænka mín sem heitir Þóra en ég sá hana samt ekki. Þessi draumur er mér hugleikin þessa stundina og yrði ég þakklát ef þú gætir hjálpað mér að skilja hann. Kkv. HI

Draumráðning:

Þessi draumur þinn er afar táknrænn og um leið skemmtilegur. Það að þig dreymir stigann og þessa einstigu merkir að þú munt sigrast á einhverju sem þú ert að takast á við. Þú munt þannig ná markmiðum þínum en það er þó ekki víst að það verði alveg þrautalaust. Þú gætir þurft á þolinmæðinni að halda og vissu áræði til að fara alla leið, en það engin spurning í mínum huga að þangað muntu fara. Það að þú ert á leið í leikhús getur hins vegar verið ofurlítið tvíbent því leikhús veit oft á eitthvað sem er ekki raunverulegt eða öðruvísi en ætlað var. Ég tel þó hér að þar sé ekkert neikvætt á ferð þar sem stiginn er svo ákveðið tákn til þín. Þú kannt efalaust að finna betri skýringu á því ef þú áttar þig á því hvað hér er á ferðinni sem þú ert að takast á við. Að þig dreymir frænku þína veit bara á hjálpsemi frá hennar hálfu. Tel ekki að hennar innkoma hafi aðra merkingu hér.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað við að skilja drauminn þinn.
Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband