Vinir

Þessi draumur barst frá:  Guðrún Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. des. 2007

Sæll kæri draumráðandi, mig dreymdi draum sem ég man nú ekki í smáatriðum en það sitja nokkur atriði úr honum fast í mér og ég vildi kanna hvort þú gætir eitthvað ráðið í hann. Ég var með einum vini mínum, sem er búinn að vera búsettur í útlöndum í haust, og vinkonu minni, sem var að fara til útlanda. Vinur minn brosti mikið en tennurnar hans voru allar í brúnum blettum. Vinkona mín var komin með tattú á höndina og undir því var hún frekar loðin, það var í sterkum rauðum og svörtum lit og hafði fallegan gljáa. Umhverfið var bjart og fallegt og þau voru bæði mjög glöð. Ég get þó ekki munað hvar við vorum eða hvernig mér leið. Þætti gaman að fá ráðningu, kv. Guðrún M.

Draumráðning:

Sæl Guðrún.

Mér þykir leitt að hafa ekki skoðað þennan draum þinn fyrr sem einhvernvegin fór framhjá mér. Ekki get ég gefið þér neina einhlíta skýringu útfrá þessum stutta draumi, en tennur hafa þó allajafna ábendingu um vini viðkomandi og nánustu.

Vitna hér fyrst í fyrri draumskýringu mína: 

"Hefðbundnar gamlar draumskýringar tengdar tönnum tengja þær gjarnan við nánustu ættingja og vini og eru þá jafnvel ákveðnar tennur tengdar börnum og aðrar foreldrum og vinum. Þannig er algengt að túlka það svo að tennur í efri góm séu fyrir karla en í neðri góm fyrir konur. Framtennur eru börn en augntennur foreldrar. Þegar horft er á slíkar skýringar á draumtáknum þá er tannmissir talin boða veikindi eða erfiðleika viðkomandi"

Að tennurnar séu með brúnum blettum vil ég túlka á þá leið að einhver veikindi eða erfiðleikar steðji að í vinahópi/fjölskyldu þessa manns. Tattú er því miður heldur ekki neitt gott merki, því það er oftast túlkað sem ákveðin viðvörun til viðkomandi og þá sérstaklega á þann veg að flana ekki að neinu. Meira get ég því miður ekki sagt þér útfrá þessum litla texta sem þú gefur mér, en vona að þetta komi þér eitthvað á sporið með að skilja drauminn. Þér er einnig velkomið að senda mér frekari spurningar ef þetta kveikir einhverjar hugmyndir hjá þér.

Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband