1.1.2008 | 23:12
Tannmissir í draumi
Þessi draumur barst í gestabókina frá: Telma Karen (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 31. des. 2007
sæll draumráðandi, mig langar að vita hvort það sé eitthvað hægt að ráða i þennan draum því hann situr alveg fastur í hausnum á mér. Ég var á handboltaleik með nokkrum krökkum i skólanum og nokkrum kennurum. Ég var að labba inni eitthvert herbergi þegar ég dett og rek muninn laust i borð held ég. Þegar ég stend upp finn ég að tennurnar eru lausar og ég get bara tekið þær með höndunum úr mér, ég tek þær allar nema jaxlana og finnst einhverjar alltaf vera lausar uppí mér. Ég set tennurnar i poka og bind við löppina á mér og labba út að bíða eftir mömmu minni og það var slabb úti, kv telma
Draumráðning:
Sæl Telma og takk fyrir að senda mér drauminn þinn.
Ég gef mér að þú sért ung þar sem þú ert með krökkunum í skólanum og bíður svo mömmu þinnar. Það að tennur losni á þennan hátt getur haft fleiri en eina merkingu. Ég hef áður skrifað um tennur sem erfiðleika og vinamissi nánustu en í þínu tilfelli tel ég þetta vera nokkuð á annan veg. Tennurnar eins og brosið okkar eru hluti af góðri sjálfsmynd og það er einmitt það sem ég held að þessi draumur sé að segja þér. Það vantar eitthvað á sjálfstraustið þitt og að þú trúir á eigin getu.
Þú hefur tennurnar með þér og bindur þær við fótinn sem segir mér að þú munir halda áfram og getir og eigir að treysta á ástvini þína í þessu. Mikilvægt er hér hvaða tilfinningu þú hefur fengið sjálf fyrir draumnum þínum, en ég tel hann alls ekki boða neitt slæmt, heldur sé hér þessi leiðbeining til þín: trúðu betur á eigin getu og þá mun sjálfstraustið þitt og sjálfsmyndin vaxa. Þú átt einnig að leita hjálpar ástvina þinna við þetta, því þá hjálp áttu vísa.
Bestu kveðjur og gangi þér allt í haginn á nýju ári.
Athugasemdir
Þakka þér vinarkveðjuna, kæri draumráðandi. Búin að smella þér þér á vinarlistann.
kveðja, Sigga.
Sigríður Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.