Flasa í draumi

Þessi draumur barst frá: Inga (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008

Mig dreymdi að ég væri á göngu og vinkona mín gekk á eftir mér. Hún kom svo upp að mér og sagðist ekki geta gengið fyrir aftan mig því ég væri með svo mikla flösu. Ég fór þá að hrista höfuðið og klóra í hársvörðinn með þeim afleiðingum að hrikalega mikil flasa hrundi af höfði mér, í stórum flygsum þannig að á endanum var jörðin í kringum mig þakin í flösu en ekkert lát var á flösunni sem hélt áfram að hrynja af mér.

Draumráðning:

Sæl Inga. Ég vil túlka þennan draum sem skilaboð til þín um að þú sért of upptekin af eigin verkum og afrekum og eigir á hættu að loka á eða íta frá þér góðum vinum þínum.

Bestu kveðjur og gangi þér sem best :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband