18.5.2008 | 23:46
Að dreyma fyrrverandi maka
Þessi draumur barst frá: Kristin (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. maí 2008
Sæl mig langar að biðja þig um að hjálpa mér að ráða eftirfarandi draum sem er kannski ekki merkilegur í sjálfu sér, en ég er mjög berdreymin og mér finnst það oft ansi vont, en draumurinn var á þá leið að ég var á tali við fyrrverandi manninn minn og í kjöltu hans sat kona og ég horfði á hana og hún brosti til mín, en ég var að hugsa vá hvað hún er ófríð og svo var hún með rauðleitt reitt og þunnt hár. Heldur þú að þetta hafi einhverja þýðingu. Með fyrirfram þökk og kveðju
Draumráðning:
Það að dreyma fyrrvarandi eiginmann er jafnan talið merki þess að honum líði vel. Tilvist konunnar er mér ofurlítil gáta þar sem illa hirt hár hennar er merki um reiði eða ólund en bros hennar er hins vegar gott draumtákn og er heillamerki fyrir dreymandann. Trúlegast hér þykir mér að hann þrái ást og umhyggju en sé að öðru leiti í góðum málum. Tel ekki að þessi draumur hafi aðra eða sérstaka merkingu fyrir þig.
Kveðja :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.