Draumar geyma svör og leiðsögn

Oft dreymir okkur drauma sem kalla til okkar eins og þeir vilji segja okkur eitthvað. Tilfinningar sem fylgja þeim geta verið mjög mismunandi, allt frá sælutilfinningu sem fær dreymandann til að vilja ekki sleppa takinu og halda áfram að dreyma, og til þess að viðkomandi vakni upp af draumi með ónota og kuldahroll.

Hafa draumar eitthvað að segja okkur? og getum við sótt leiðbeiningu til þeirra?

Það er staðföst trú síðuritara að svo sé og meiningin er að helga þetta blogg fróðleik um drauma. Hversu miklum tíma ég get varið til þess verður að koma í ljós.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Draumar

Sæl Jóna og takk fyrir innlitið. Margir draumar eru eins og þú segir úrvinnsla á því sem við erum að upplifa, úrvinnsla á reynslu. Én ég trúi því og hef af því reynslu að okkur dreymir einnig drauma sem geta flokkast sem "forspárdraumar" eins og þeir eru gjarnan nefndir. Má í því sambandi nefna að mörg dæmi eru þess að fólk fái í draumi fyrirboða hluta eins og náttúruhamfara eða slæms veðurs svo eitthvað sé nefnt. En slíkt er erfitt að sanna enda komið útfyrir það sem vísindi og skólabókin kenna okkur. Þannig er líkt með drauma og spádóma að erfitt er að færa sönnur á það sem gerist og fátt sem getur fengið mann til að trúa á slíkt nema eigin reynsla.

Draumar, 13.4.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Draumar

Ég tel að hér sé annað á ferðinni en beint berdreymi. Hugurinn er sterkur og fólk getur fundið fyrir hvert öðru gegnum hugsanir. Innsæið þitt hefur e.t.v. fundið fyrir bróður þínum, þegar hann hefur verið að hugsa til þín? Þú kannski ekki verið nógu opin í vöku til að hleypa þessu að, en svo vinnur undirvitundin úr þessu og þetta berst inní draumana þína sem úrvinnsla. Hvað segirðu um það Jóna?
Takk fyrir innlitið :)

Draumar, 15.4.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband