Hvað dreymir okkur helst?

Hvað dreymir okkur helst? Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því víða um heim. Hér langar mig að benda á eina Íslenska könnun sem gerð var af Gallup árið 2003 fyrir sálfræðistöðina Strönd og Draumasetrið Skuggsjá (könnunin er aðgengileg á netinu).

 

Samkvæmt þeirri könnun voru helstu atriði þessi:

 

Form sem fólk dreymir: fólk (88%), hús, landslag, herbergi

 

Tilfinningar sem fólk dreymir: gleði (algengust 73,6%), ótti, ástúð, von, kvíði

 

Helstu athafnir: að vera með öðrum (algengast 78,2%), að tala, að ferðast, að gera eitthvað skemmtilegt, að deila við aðra/rífast.

 

Könnunina og fróðleik tengdan henni má finna hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Mig dreymdi í fyrradag að ég væri að semja lag og vaknaði með lagið í kollinum. Ég hef aldrei samið lag, kann ekki á hljóðfæri og er alveg laglaus.

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Draumar

Sæll Tómas. Tónlist í draumi vísar gjarnan til tilfinninga og tilfinningalífs dreymandans. Það að þú semur tónlist sem þú ert ekki vanur að gera gæti bent til þess að einhverjar breytingar væru að ganga í garð hjá þér t.d. að þú munir flytja í nýtt umhverfi. Allt bendir til að um jákvæðar breytingar sé að ræða.

Draumar, 8.4.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband