Draumur draumadísar - framhald

Sæll og takk fyrir ráðninguna á draumnum. Þegar ég las þetta yfir sá ég að ég hafði sleppt því að kunningjakona mín (sem ég er í litlu sambandi við) sem heitir Auður var frammi á biðstofunni með mér hjá lækninum...veit ekkert hvort það skiptir máli en fannst í lagi að taka það fram. Meiri upplýsingar um hagi mína - ég er rúmlega þrítug og hef verið í sambúð í tæp 5 ár. Við höfum reynt að verða barnshafandi á annað ár og gengið illa. Var reyndar að komast að því að ég er orðin barnshafandi :0) :0)...þannig að mikið mótlæti og svo jákvæðar breytingar..á nú vel við:0).
Vona að þetta hjálpi og segi þér eitthvað. Kærar þakkir fyrir að standa í þessu!
bestu kveðjur draumadís

Draumráðning:

Sæl Draumadís og takk fyrir viðbótar upplýsingarnar. Mér þykir leitt hve langur tími hefur liðið, en ég hef ekki verið iðinn við tölvuheimana undanfarið.

Ég held þú sért í raun búin að upplifa ráðninguna á draumnum þínum, það að þú ert ólétt eftir "langa bið" eða ákveðið mótlæti. Það að þú ert á þessum aldri og átt ekki barn fyrir styrkir þá ráðningu mjög og það eina sem ég verð að bæta við er að þú skalt ekki láta þér bregða þó þú gengir með tvíbura. Það að Auður vinkona þín er til staðar er bara jákvætt, því nafnið hennar er sterkur fyrirboði um bata, framfarir og þá á það sérstaklega við hamingju og velgengni á andlega sviðinu frekar en á því veraldlega.

Læt þetta nægja og óska ykkur alls hins besta með fréttirnar :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir enn og aftur. Þetta er yndislegt framtak hjá þér og takk fyrir að standa í þessu!

 með bestu kveðju, draumadís

draumadís (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Draumar

Takk kærlega draumadís, hlýjar mér að heyra þetta. Gangi þér allt í haginn :)

Draumar, 26.8.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband