Meira af hári í draumi

Þessi draumur barst frá: Þórey (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 23. ágú. 2007

kæri draumráðandi. Ég var einmitt að reyna að finna út hvað draumur minn þýddi og endaði á þessari síðu en nýlega virðist þú hafa ráðið í draum um hár. Minn draumur fólst einmitt í óeðlilegum hárvexti í andliti en aðeins á hálfu andliti, þ.e hægra megin. Hárið var skjannahvítt að lit, frekar eins og yfirvaraskegg sem var svo aðeins hægra megin. Nokkrar svartar rendur voru í hárinu. Ég var mjög ánægð með þennan óeðlilega hárvöxt. Það væri gaman að fá að heyra hvað þú telur með þennan draum, þ.e ef hann á annað borð merkir eitthvað. bestu kveðjur, Tóa

Draumráðning:

Sæl Þórey. Ég hef hugleitt þennan draum þinn nokkuð, en verð að viðurkenna að ég á enga stóra skýringu á honum að gefa þér. Ég fæ hreinlega ekki þá tilfinningu að hann sé að bera þér einhver mikilvæg boð, en mér kann þó að skjátlast með það.

Það eina sem ég vil segja þér er að það eru engin merki þess að þessi draumur sé að boða neitt slæmt. Þvert á móti eru í honum ákveðin heillamerki. Hvíti litur hársins og það að þér fellur þetta vel í draumnum er hvort tveggja mjög jákvætt. Hvítt hár er alltaf heillamerki og mikill hárvöxtur er fyrir auðlegð. Það að hárvöxturinn er svona óvenjulegur getur þó verið fyrirboði einhvers sem þú reiknar ekki með en tekur fegins hendi.

Annað hef ég ekki um drauminn þinn að segja.
Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef verið að lesa og fylgjast með þessari síðu lengi og finnst hún nett frábær :) líka yndislegt að sjá að enn eru einhverjir sem eru til í að hjálpa án þess að biðja um nokkuð í staðinn.
Knús og kærar þakkir :-)

Katla (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Draumar

Takk kærlega Katla fyrir innlitið og hlýja kveðju :)

Draumar, 29.8.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband