Hús í draumi

Eftirfarani draumur barst frá: Gislina Erlendsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 11. okt. 2007

Ég og Guðrún Jóna bloggvinkona mín sem ég hef aldrei hitt augliti til auglitis vorum saman í húsi, húsið var lítið og ferkantað og ég gat séð húsið að utan, það var hvítt með svörtum röndum í kringum gluggana og hurðina, allir gluggarnir og hurðin voru lokuð og hvít á litin. Við Guðrún vorum inn í húsinu og það var nótt, það var tómt að innan og okkur var kalt og leið ekki vel. Veðrið var vont og húsið hélt hvorki vatni né vindum svo við ákváðum að henda því og búa til nýtt.....sem við og gerðum. Fengum alveg nýtt hús sem leit alveg eins út og hið fyrra en í þessu húsi var hlýtt og við náðum að sofna. Gíslína Erlendsdóttir - er með ólæknandi krabbamein á 4. stigi.

Draumráðning:

Kæra Gíslína

Þessi draumur þinn er í raun mjög skýr, því húsið sem þig dreymir ert þú sjálf. Hvíti litur hússins táknar þinn innri frið og góð öfl sem umvefja þig. Þrátt fyrir að augun séu lokuð og baugótt þá eru stóru skilaboð draumsin þau að hjálpin er með þér og þú átt eftir að upplifa húsið þitt uppljómað hlýju á ný. Draumurinn er að segja þér að gefa aldrei upp vonina því það sem þú getur gert sjálf með huganum og styrkri hjálp vina, jafnvel þegar vindar blása og regnið dynur á, hleypir geyslum sólar að á ný. Sál þín á eftir að eiga sér hlýtt og fallegt hús.

Guð veri með þér og þínu fólki

Kveðja Draumar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Þakka kærlega fyrir ráðninguna.

Gíslína Erlendsdóttir, 14.10.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Draumar

Mín er ánægjan Gíslína og vona ég bara að draumráðningin komi þér að einhverju gagni. Þar sem ég sé nú hver þú ert, eftir að hafa kíkt á síðuna þína, og við hvað þú átt að etja styrkir það mig bara í trúnni að tilfinningin sem ég fékk fyrir draumnum þínum við ráðninguna sé rétt.

Óska þér alls góðs í baráttu þinni og bið guðs engla að veita þér þann styrk sem þú þarft á að halda.

Draumar, 16.10.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband