Barnalán ömmu minnar

Þessi draumur barst frá: Júlía Atladóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 16. okt. 2007 

Góðan dag. Amma mín lést fyrir um ári síðan og í síðust viku dreymdi mig hana svo skýrt. Ég fór til hennar uppá Grund þar sem hún sat prúðbúin, búin að lita á sér hárið og leit miklu betur út en á meðan hún lifði. Ég talaði við ömmu og sá þá barn liggja í rúminu hennar og ég sagði já amma alveg rétt þú átt barn. Barnið var lítið og hafði greinilega ekki verið mikið örvað, var um 3 ára. Ég spjallaði við barnið og sá þá annað barn í rúminu sem var minna. Amma sagði ég ertu með annað barn, amma var að hálf fela þetta barn en samt virtust starfmenn elliheimilisins vita af því. Amma sagði já þetta er barnið mitt sem ég fæddi þegar ég var 13 ára og það kom til mín aftur. Ég kvaddi ömmu og á leiðinni út stökk hvítur köttur á löppina á mér og ég vaknaði við að ég var að reyna að hrista köttinn af mér :) Með von um ráðningu á þessum sérkennilega draumi, bestu kveðjur Júlía Atladóttir.

Draumráðning:

Kæra Júlía. Ég held ekki að þessi draumur þinn sé að boða neitt sérstakt sem muni henda þig, heldur er amma þín að vitja þín í draumi til að segja þér hluti sem hún gat ekki sagt þér í lifanda lífi og vill forða þér frá að lenda í slíkum aðstæðum eða vera þátttakandi í slíkum aðstæðum. Ég veit ekki alveg hvað þetta er, en það er eins og amma þín hafi á einhvern hátt verið rænd barnæskunni (kötturinn), en jafnframt að barnæskan og einnig eitthvert tímabil unglingsáranna hafi verið henni erfitt, en að hún sé búin að finna sína sátt og uppgjör á þeim tíma. Litaða hárið hennar vitnar um ákveðinn hégóma eða yfirlæti eins og hún hafi falið þetta fyrir öðrum.

Ábending draumsins er að þú eigir að hrista af þér köttinn sem reynir að ræna þig barninu í þér sjálfri sem þarf að fá að dafna alla lífsgönguna. Það er það sem hún amma þín vill kenna þér.

Bestu kveðjur til þín :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir þessa draumaráðningu, ég met hana mikils. Gott að amma mín sé að vitja mín og það er rétt sem þú segir að amma var rænd barnæskunni og unglinsárin voru henni erfið.  Ég ætla að huga að barninu í sjálfri mér :)

Júlía Atladóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Draumar

Gott að heyra Júlía og takk fyrir að leyfa mér að vita :)
Gangi þér allt í haginn.

Draumar, 19.10.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband