Fugl í draumi

Þessi draumur barst frá: Ella (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. jan. 2008

Er eitthvað að marka þennan draum ?? Er stödd í kennslustofu og er að loka öllum gluggum því ég hef það á tilfinningunni að það sé einhver á eftir mér. Allt í einu stendur fugl, stór hrafn, á einu borðanna. Hann er alveg rólegur og ég geng að honum og opna einn af gluggunum og hann flýgur út. Endir. Með fyrirfram þökk fyrir draumráðninguna, Ella

Draumráðning:

Kæra Ella, takk fyrir að trúa mér fyrir draumnum þínum. Þó fuglar í draumum séu oftast fyrir frelsi og góðum hlutum þá er hrafninn því miður oft boðberi sviksemi og þá oftast framhjáhalds maka dreymandans. Hvað sem þetta er hér þá er þó ljóst að þú leysir þetta farsællega þar sem þú losar þig við hrafninn átakalaust.

Óska þér alls hins besta og bið þig að hugleiða þetta vel áður en þú dregur einhverjar ályktanir. Hugaðu vel að tilfinningum þínum fyrir draumnum, því þær segja oftast mest ef manni tekst að hlusta á þær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband