Heilaæxli í draumi

Þessi draumur barst frá: Betty (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 5. feb. 2008

Mig dreymdi að ég væri með heilaæxli, og það væri ástæðan fyrir því að mér væri alltaf illt hér og þar. Svo er ég alltaf með hjartslátt vinstra megin í hausnum, hausverk og svima. Hef nú bara haldið að það væri vegna næringarskort, mígreni eða þreytu. Ég efast nú um að ég sé í alvöru með heilaæxli hehe. En í draumnum var svo rakað smá af hárinu á mér og mér gefið raflost með e-rjum löngum pinna sem að var með 2 pinnum út úr endanum, á skallann. Og þá lagaðist ég og var "Allt önnur manneskja" eins og mamma sagði við mig í draumnum. Ég var með fastar fléttur og rauðbrúnt hár í draumnum en er samt með mjöööööög sítt alveg ljóst hár í alvörunni og ALDREI með neitt í því. Ég fæ innilokunarkennd ef að ég set e-ð í hárið á mér, þess vegna var þetta svo furðulegt. En ég var ekki að upplifa þetta sjálf í draumnum heldur var ég að horfa á þetta. S.s. að horfa á mig eins og þetta hafi verið í sjónvarpinu. Hvað þýðir þetta?

Draumráðning:

Sæl Betty og takk fyrir að senda mér þennan draum þinn. Til að vera viss þá verð ég að setja fram smá spurningar um það hvar skilin eru milli þess sem þú upplifðir í draumnum og þess sem þú ert að upplifa í vöku. Ertu í vöku "alltaf með hjartslátt vinstra meginn í höfðinu, hausverk og svima"? eða er það hluti af draumnum einnig? Sértu að upplifa þetta í vöku ættirðu ekki að leiða hugann hjá því og bara kenna þreytu, mígreni eða næringarskorti um. Það getur allt efalaust verið ástæða, en sé svo ættir þú að gera eitthvað í þínum málum; fara og tala við lækninn þinn ef þú hefur ekki þegar gert það. Ég ætla ekki að hrella þig með þessu en það er engin ástæða fyrir þig að búa við slíkar þjáningar og í ofanálag álagið sem fylgir efasemdunum um hver gæti verið ástæðan fyrir þessu.

En þá að draumnum þínum. Það að dreyma eigin veikindi er almennt góðs viti í draumi og boðar sjaldan veikindi í vöku. Við verðum samt að hafa í huga að draumtákn eru oft einstaklingsbundin og eru oft á þann veg sem líklegast er að dreymandinn sjálfur skilji eða meðtaki sem leiðsögn frá sínu innra sjálfi. Í þínu tilviki vil ég því ætla að heilaæxlið geti verið ábending til þín um að huga að eigin heilsu og um leið andlegu jafnvægi; Hreinlega að hlusta á þegar líkaminn kvartar og bregðast við því. Verkir og vanlíðan eru einfaldlega gaumljós líkamans til að kalla á hvíld, lækningu eða rétt mataræði og hreyfingu svo eitthvað sé nefnt.

Það eru fleiri tákn í draumnum þínum sem vert er að huga að. Fléttaða hárið þitt er ákveðin viðvörun til þín um samskipti við einhvern af hinu kyninu sem gæti valdið þér sársauka eða erfiðleikum af einhverju tagi, en um leið má lesa að hárið boði tilvist nýrra vina eða breytinga á þínum högum og þá jákvæðar. Það hvernig móðir þín talar til þín í draumi er ábending um eitthvað sem þú ert ekki fyllilega sátt við sjálf í eigin fari, en hefur engu að síður enga ástæðu til að hafa áhyggjur af. Eitthvað með þitt eigið mat á árangri eða líðan.

Á heildina litið vil ég segja að þú hafir ekkert að óttast við þennan draum þinn, en þú mátt samt alveg búast við að einhverjar breytingar og jafnvel skyndilegar verði í þínum vinahóp. Þar er lækningin sem þú færð í draumnum sterk vísbending. Mín ráðlegging til þín er að þú farir vel með þig og veiti þér þá hvíld og athygli sem þú sjálf þarft á að halda og svo í lokin "drífðu þig til læknis" því bara það eitt að þú fáir vissu fyrir því að ekkert alvarlegt ami að þér kemur þér hratt á sporið með að bæta heilsu þína og líðan til mikilla muna :)

Óska þér alls hins besta kæra Betty og bið þig að leifa mér að heyra frá þér þegar þú hefur lesið þetta, hvort þetta hjálpi þér við að skilja drauminn eða hvort þér finnist ég vera að "vaða reyk" :)

Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk æðislega fyrir þetta.

Þetta meikar alveg rosalegan sens hjá þér og held ég að sumt af eþssu mun gerast.

Ég er búin að panta tíma hjá lækni bara til að vera viss um þetta. Þetta hjálpaði mér alveg rosalega og mér líður mun betur núna við það að vita þetta :)

Takk aftur
Betty Díana

Betty (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Draumar

Frábært að heyra Betty. Gleður mig að þetta skuli hjálpa þér. Það hjálpar mér líka við draumráðningarnar að fá svona kveðju til baka.

Bestu kveðjur og gangi þér vel :)

Draumar, 6.2.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Mín veröld

vá ég trúi stekt á drauma, ræður þú líka í drauma barna ?

Mín veröld, 10.2.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Draumar

Sæl "Mín veröld"

Já ég get alveg skoðað drauma barna einnig, en þá er mikilvægt að vita um aldur, t.d. ungt barn, unglingur, því draumtákn geta verið að bera okkur mismunandi skilaboð eftir aldri og þroska. Má þar t.d. nefna draumtákn um tilfinningar og tengsl við annað fólk sem hjá börnum geta þýtt annað en hjá fullorðnum. Veruleiki barna er annar en okkar fullorðinna þannig að undirvitund barna sækir tákn í þeirra veruleika.

Bestu kveðjur og takk fyrir spurninguna og innlitið :)

Draumar, 11.2.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband