Hrogn úr fingri

Þessi draumur barst frá: Sigríður D. Sverrisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008

Ágæti draumaráðandi. Mig dreymdi fyrir nokkrum dögum að ég skæri mig í fingur (þumalfingur) án þess að það kæmi blóð. Það sem kom úr fingrinum voru ljósrauð hrogn. Þegar ég skar mig stakk ég ósjálfrátt fingrinum upp í mig (að mér fannst) og við það gleypti ég smá part af fingrinum og slatta af hrognum. Það var töluvert magn af hrognum sem komu út úr fingrinum. Lengri var draumurinn ekki. Ég var stödd í eldhúsinu heima hjá mér að undirbúa matinn. Ég er gift og tveggja barna móðir. En þau eru uppkomin. Kveðja af landsbyggðinni.

Draumráðning:

Sæl Sigríður. Það að þú skerð þig í fingurinn getur verið fyrirboði einhverra erfiðleika eða sem mér finnst líklegra; ótti þinn við að mistakast við eitthvert mikilvægt verkefni. Ótti þinn er hins vegar með öllu óþarfur því tækifæri og vöxtur er svarið sem draumurinn er að boða þér.

Bestu kveðjur :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband