Skítalykt, sumar og fuglar í draumi

Þessi draumur barst frá: Egill Örn (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 5. feb. 2008

Það er þriðjudagur í dag, þegar ég vaknaði í morgun tjáði ég móðir minni að mig hefði dreymt einhvern rosa draum um nóttina og jú, ég hafði gleymt honum nánast samstundis og ég vaknaði. Var svo skrítið, mig hefur dreymt fyrir hlutum og við ræddum það áðan að skrítið væri að ég gleymi draumunum. En svo lagði ég mig um miðjan dag í 1 klukkustund og dreymdi eftirfarandi (og man hann vel):

Mig dreymdi að ég væri staddur í einhverskonar fjölskylduboði uppí sveit, skynjaði einhvernvegin þingvallaumhverfið. Hraun, fallegur gróður, hólar og hæðir ásamt vatni fjær í burtu. Líklega var þetta í sumarbústað. Ég man ekki alveg af hverju þessi veisla var en þarna var slatti af fólki, sumt þekkti ég ekki einu sinni. En svo man ég að hópur af fólki beið í röð að komast á klósettið. Ég þurfti svona rosalega að fara tefla við páfann, en tja það var svo mikil röð að ég ákvað að fara út og dreifa huganum. En áður en eg fór út kom bremsufar í nærbuxurnar og ekki góð lykt. En svo fór ég út, horfði á náttúruna og var svo litið á 2 skógarþresti að togast á e-u, hvort það hafi verið ormur, undir sumarbústaðnum. En ég man eftir einhverjum dýrum í kringum mig en svo kom þessi risastóri hrafn og tyllti sér hægra megin við mig. Mér var brugðið í fyrstu en ég var sallarólegur, líkt og hrafninn. Ég færði mig nær honum og rétti fram höndina. Hann stóð svo bara rólegur á hendinni minni. Og við fórum víst að spjalla heilan helling í góða veðrinu. Hann talaði um að það væri mikið af fallegum fuglum í kringum mig. Við spjölluðum um margt annað sem ég næ ekki alveg að grafa upp hvað var núna. En yfir okkur flugu nokkrum sinnum fugla-hópar. Fallegir, ýmist hvítir eða annarskonar á litinn. Við sitjum þarna á hraunbingju fyrir framan sumarbústaðinn og spjöllum, og áður en ég veit af hafa ættingjar mínir áttað sig á því að ég sæti úti með hrafn. Þau koma að glugganum og benda, horfa og eru gáttuð. Ég kynni hrafninn fyrir fólkinu sem stendur hinum meginn við glerið. Þ.á.m kynni ég hann fyrir tveim yngstu bræðrum mínum. Ég man lítið annað í bili nema það að tilfinningin sem ég upplifði í draumnum var góð, mér leið vel útí sólinni að spjalla við hrafninn. Væri æðislegt ef þú gætir ráðið e-ð í drauminn. fyrirframþökk og kær kveðja, Egill

Draumráðning:

Sæll Egill og bestu þakkir fyrir að senda mér þennan draum. Ég hef tekið mér svolítinn tíma til að melta drauminn þinn og vona að það komi ekki að sök. Þar sem ég veit ekkert um þína hagi bið ég þig að taka draumráðningu minni með ákveðnum fyrirvara, en ég kem bara beint að því sem ég skinja í draumnum þínum. Á heildina er draumurinn að boða þér gott og einhver ávinningur eða sigur er augljós.  Þar eru "bremsuförin" þín að tala. Það sem ég á erfiðast með að segja þér er að draumurinn er með skír tákn um að einhver óheilindi séu í gangi frá ástvini eða maka. Hvað þar er þori ég ekki að tjá mig hreint um, en hrafninn er þó mjög oft sterkt tákn um svik og þá oftast framhjáhald. Það að þér er bent á alla fallegu fuglana er boð til þín um að þú eigir mikla möguleika og um leið eru þeir á einhvern hátt að endurspegla þrá þína til að ná lengra og er þar fyrst og fremst um andlega hæfileika að ræða. Einnig getur þetta átt við um þrá eftir frelsi. Á hinn bóginn máttu búast við einhverjum fordómum eða gagnrýni í þinn garð (fuglahóparnir sem fljúga yfir).

Vona að ég komi þér á sporið við að ráða drauminn þinn með þessu, en ég bið þig um leið að hrapa ekki að neinum ályktunum án þess að kanna hug þinn vel. Þú munt sjálfur finna hvort þessi skýring mín á við í þínu tilfelli eða ekki. Það sem einnig segir mér að draumurinn þinn viti á gott er líðan þín í draumnum, þannig að ég er viss um að útkoman verður þér góð þegar allt kemur til alls.

Bestu kveðjur og endilega leifðu mér að heyra frá þér aftur þegar þú hefur lesið þetta :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband