Barnsfæðing og naflastrengur í draumi

Þessi draumur barst frá: xena, lau. 16. feb. 2008

Reyndi að skrifa í dag en tókst greinilega ekki.. allavega mig dreymdi fyrir nokkru að ég fæddi stúlkubarn í eldhúsinu hjá vinkonu minni. Svo labbaði ég bara af stað heim með barnið í fanginu. Þegar heim var komið fattaði ég að naflastrengurinn og legkakan var ennþá inní mér (afsakið lýsingarnar). Ég lagðist uppí rúm og naflastrengurinn ''rann úr mér''... langar að vita hvað þér finnst um þennan draum. Kannski ég ætti að segja þér að ég er nýbúin í glasafrjóvgun en dreymdi þennan draum ca mánuð eða svo fyrir uppsetningu. Með fyrirfram þökk.

Draumráðning:

Kæra Xena, takk fyrir að senda mér drauminn þinn. Þessi draumur þinn er ekki endilega að boða þér stór tíðindi, heldur er hann líklega tengdur þrá þinni í vöku eftir að eignast þitt barn. Það að þig dreymir barnsfæðinguna er þó ekki endilega tengt því að þú sért að reyna að verða þunguð, heldur getur fæðingin boðað að þú óskir breytinga á eigin lífi og naflastrengurinn getur táknað að þú viljir tengjast einhverjum sterkum böndum eða þér finnist þú of háð einhverjum. Það að naflastrengurinn rofnar getur táknað að þú losnir undan ráðríki einhvers eða sambandið taki nýja stefnu. Fæðingin sem gengur vel er líka boði þess að þér takist ætlunarverk þitt.

Vona að þetta komi þér eitthvað á sporið með að skilja drauminn þinn.

Óska þér alls hins besta og vona bara að ætlunarverkið sé þungunin :) en svarið við því muntu finna innra mér þér ef þú slakar á eða hugleiðir um drauminn þinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: xena

takk kærlega fyrir svarið;)

 þetta er áhugavert svar og fær mig til að hugsa meira um þennan draum á jákvæðan hátt.

Bestu kveðjur Elísa

xena, 17.2.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Draumar

Takk fyrir að láta heyra frá þér Elísa og gangi þér vel :)

Draumar, 17.2.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband