Sár í lófa

Þessi draumur barst frá: Kristján (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008

Ég leit í lófa minn og þar voru 3 sár sem farin voru að gróa eða komin hrúður yfir sárin. Ég kroppaði ofan af sárunum hverju á eftir öðru. Mér til mikillar furðu sá ég að það var 1 lítill ormur í hverju sári sem ég náði taki á og gat dregið úr. Ormar þessir voru mjóir og ljósleitir. Ég vaknaði stuttu síðar og var með óþægindatilfinningu. Með fyrirfram þökk.

Draumráðning:

Sæll Kristján og takk fyrir að deila þessum draum þínum með draumablogginu.

Gróandi sárin í hendinni eru tákn um vaxandi virðingu eða árangur í einhverju sem þú munt takast á við, en ormarnir benda til keppinauta sem þér ber að varast, eða þá að þú þurfir að taka á þig mikla ábyrgð gagnvart einhverjum sem stendur þér nærri.

Bestu kveðjur :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta :)

Kristján (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Draumar

Ekkert að þakka Kristján, mín er ánægjan :)

Draumar, 19.2.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband