Hús sem hrynur og dauðsfall

Þessi draumur barst frá:  Margrét I. Lindquist, mán. 25. feb. 2008

Sæll félagi... mig dreymdi soltið hryllilegan draum um daginn og ég treysti engum betur en þér að ráða hann... hann hljóðar einhvern veginn svona... Ég var stödd í óþekktu húsi og var ein og horfði út um gluggann þar. Þá sá ég húsið hinumegin við götuna sem var niðurnýtt og illa farið. Upp á þakinu þar voru 2 konur og 4 karlmenn eitthvað að spjalla, reyndar fóru mennirnir eitthvað að hæðast að konunum að þær gætu ekki unnið svona vinnur og svo framvegis... jæja ein kvennanna er mjög góð vinkona mín og í þann mund sem ég átta mig á því að hún er þarna uppi byrjar húsið að hrynja og það hrynur til grunna og allir sleppa ómeiddir nema vinkona mín... hún grefst hálf undir öllu. ég heyri í drauminum mikil öskur og læti um að hún sé dáinn og allt það... en þegar ég kem að slysstaðnum þá er húsið heilt og fallegt og hún liggur á gólfinu dáin... skorinn í tvennt ( þannig að efribúkurinn lá þarna) ekkert blóð eða neitt... bara helmingurinn af henni... hún var friðsæl og það lýsti allt í kringum hana af fegurð, það hreinlega glampaði á húsið... þarna vaknaði ég og hugsaði með mér að nú liði vinkonu minn eitthvað illa... en hvað segir þú hvað heldur þú að þetta þýði???

Draumráðning:

Sæl elsku Magga. Þeir eru margir draumarnir sem hafa beðið ráðningar hér á draumablogginu mínu og þykir mér það leitt. En nú ætla ég að reyna að gera smá bót á með drauminn þinn sem ég vona að hafi ekki valdið þér andvökunóttum.

Við skulum bara byrja á því að dauði vinkonu þinnar er ekki fyrir dauða. Í þínum draumi eru þetta sterk skilaboð til þín um að hafa samband við viðkomandi sem þarf á hjálp eða stuðningi að halda eða finnst að viðkomandi eigi að vera að gera eitthvað fyrir þig. Hús í draumum eru afar táknræn og eru oftast að tákna dreymandann sjálfan og það sem hann tekst á við. Þannig er ókunnuga húsið líklega tákn um eitthvað sem þú hefur ekki náð að afgreiða eða klára á einhvern hátt, en er þó um leið fyrirboði þess að þú hefjist handa og takir á þeim málum.

Hitt húsið sem þú horfir á og er í niðurníðslu er fyrirboði þess að veikindi munu herja á fjölskylduna eða nákomna. Veikindi sem verða mjög alvarleg þar sem húsið hrynur, en um leið að bati muni nást þar sem húsið verður heilt og fallegt á ný. Fólkið sem er uppá húsinu boðar vonbrigði og deilur af einhverju tagi. Hvert hlutverk vinkonu þinnar er þarna er ég ekki viss um, en fyrir utan það sem ég nefndi í upphafi þá gæti hún einfaldlega verið að hugsa sterkt til þín, þurft á þér að halda eða haft samviskubit yfir að vera ekki til staðar. Dauði hennar getur einnig verið sterk ósk eða þrá eftir breytingu á einhverju sem sem á huga þinn eða jafnvel hennar. Um leið og ég segi þetta ætla ég samt ekki að útiloka að þetta gæti einnig verið fyrirboði tímabundinna erfiðleika í fjármálum.

Vona bara að þetta komi þér eitthvað á sporið elsku Magga með að túlka drauminn þinn.

Bestu kveðjur :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þú hefur rétt fyrir þér..heheh.. þetta dreymdi mig í febrar... og eru veikindi bæði hjá mömmu og stráknum eins og alþjóð veit næstum.. hehehe... gaman að sjá þetta núna þegar þessi tími er liðinn frá draumnum... takk..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 13.4.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Draumar

Vona bara að þetta komi samt að einhverju gagni, þó seint sé :) Verð að viðurkenna að það var næstum því að trufla mig við ráðninguna að vita af því sem þú ert að ganga í gegnum, en ég held þó að ráðningin hefði samt ekkert orðið öðruvísi þó hún hefði komið fyrr.

Mér þætti fróðlegt að vita hvort þú hefur verið í sambandi við þessa vinkonu þína og hvort þú hefur fengið skýringu á tilvist hennar í draumnum.

Bestu kveðjur :)

Draumar, 14.4.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband