Tvær fótalausar

Þessi draumur barst frá: Kristín (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. maí 2007

Dreymdi að stúlka sem ég kannast við (heitir Katrín) og hef stundum unnið með missir annan fótleggin í slysi, frá miðju læri eða ofar. Hún bar sig samt mjög vel og hoppaði um á hinum fætinum, en kvartaði eitthvað yfir því að vera þreytt í fætinum sem eftir var. Þá bendi ég henni á að ein vinkona mín (heitir Lísa) sé líka búin að missa annan fótinn og hafi því reynslu af því. Ég spyr svo Lísu vinkonu mína hvort hún sé tilbúin til að hitta Kötu og deila með henni sinni reynslu af því að vera bara með annan fótinn, Lísa samþykkti það. Lísa var í draumnum komin með gervifót og var rosa dugleg man ég í draumnum og þetta háði henni ósköp lítið. Ég hafði hinsvegar áhyggjur af andlegri hlið Kötu í draumnum og finnst ég hafa verið að reyna að draga úr sjokki hennar með því að koma á fundinum við Lísu.

Draumráðning:

Þessi draumur þinn Kristín er ekki sá auðveldasti að ráða, því hér getur bæði verið um það að ræða að ákveðin leiðsögn sé á ferð til þín sjálfrar eða þá varðandi stúlkuna sem þig dreymir, hana Katrínu. Varðandi drauma sem þennan ber því að varast að draga stórar ályktanir, en ég hallast þó að því að draumurinn snúist fyrst og fremst um Katrínu og að þú og vinkona þín sem þú kallar til skipti þar minna máli. Hér getur þó skipt máli um ráðninguna hvort þú komst að slysi þar sem hún missti fótinn eða hvort hún var einfaldlega búin að missa fótinn í draumnum. Komir þú að slysi er ábendingin frekar til þín sjálfrar að fara varlega.

Slys og meiðsli í draumum geta verið fyrir mótlæti og jafnvel daglátum, en einnig ábending um að viðkomandi þurfi að fara varlega. Það að missa fót hefur gjarnan verið túlkað sem vísbending um ástvinamissi viðkomandi, en er þó ekki einhlýtt. Þess eru einnig dæmi að draumar um slys geti verið fyrir því gagnstæða, það er velgengni og mikilli hamingju.

Það að þú hefur áhyggjur og ert að reyna að hjálpa getur haft merkingu sem snýr að þér sjálfri. Algeng draumskýring varðandi það að hjálpa einhverjum eftir slys er að það sé ábending til dreymandans um að vinur muni hafa fé af viðkomandi.

Í þessum draumi er þó mikil bjartsýni og ekki að skynja að hér sé sorg á ferð í eiginlegri merkingu. Ég tel því líklegast að vinkonur þínar sem þig dreymir um séu að ganga í gegnum einhverja erfiðleika eða mótlæti og þurfi bara á hjálp og stuðningi að halda, sem þú getur veitt með því að vera til staðar.

Farðu bara varlega og taktu hóflegt mark á þessum draumskýringum mínum.

Bestu kveðjur og takk fyrir að deila þessum draumi með draumablogginu mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband