Missa tönn og krabbamein í draumi

Þessi draumur barst frá: Hrefna (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008

Mig dreymdi að ég hafi misst jaxl og hann hafi farið inn í sár á puttanum mínum. Ég þrýsti í sárið og tönnin kom út. Ég sýndi pabba hana og hann sagði mér að setja hana undir koddann. Kvöldið eftir dreymir mig að ég sé í skólanum og er að tala við vini mína, ég er með hárkollu því ég var með krabbamein og búin að missa hárið. Ég missti hárkolluna af mér og mér líður illa en tvær vinkonur mínar eru eftir hjá mér og segja mér að vera bara sköllótt og að það fari mér alveg en ég set hana aftur á mig. Hvað þýðir þetta ? Er þetta eitthvað hræðilegt ?

Draumráðning:

Kæra Hrefna. Ég skal með glöðu geði reyna að ráða í drauminn þinn. Ég tel næsta víst að þessi draumur þinn sé ekki að boða þér neitt hræðilegt eins og ég skynja að þú óttist. Draumurinn þinn er með mörg sterk draumtákn sem vert er að huga að; tannmissirinn, krabbameinið og hárkollan. Það að missa tönnina getur vissulega boðað vinamissi eða veikindi en þegar horft er á drauminn í heild tel ég hann snúast meir um þig og þína sjálfsmynd. Það er góðs viti að dreyma sig með krabbamein því það er andhverfa og boðar hreysti og jafnvel sigra einhverskonar t.d. í íþróttum. Hárkollan er hins vegar tákn ákveðins falsleika eða að þú sért að flýja þína persónu eða raunveruleikann á einhvern hátt, eða viljir jafnvel breyta þér. Mér segir svo hugur að eitthvað vanti uppá sjálfsálitið hjá þér og draumurinn þinn sé fyrst og fremst með ábendingar til þín um að það sé einungis í þínum eigin huga. Aðrir sjá þig ekki eins og þú. Vinkonur þínar meta þig mikils eins og þú ert og fyrir það sem þú stendur.

Ég vil því segja við þig að þú skulir skoða þínar tilfinningar og sjálfsmat og líta kokhraust í spegilinn og vera ánægðari með þig sjálfa, því þá nærðu meiri árangri og gleðin brosir við þér. Vertu samt viðbúin því að eitthvað geti komið uppá í vinahópnum, einhver missir eða veikindi, því tannmissirinn er að benda á eitthvað í vinahópnum en ekki innan fjölskyldunnar.

Vona að þetta hjálpi þér að skilja drauminn þinn og ég hvet þig til að hlusta á tilfinningar þínar fyrir draumnum þegar þú hefur lesið þetta, því þín eigin skynjun fyrir því sem þig dreymir er einatt besta draumráðningin sem völ er á.

Bestu kveðjur :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir að ráða drauminn minn,

Reyndar í dag lenti ég og 4 aðrir vinir mínir næstum í bílslysi á leiðinni heim.

Frænka mín sem býr hjá mér var að fá fréttir yfir því að systir hennar gæti verið heilasködduð eða einhverf.

Ég er reyndar með alltof lítið sjálfstraust og það hafa margir sagt mér það og ég veit það sjálf. Einn af kennurunum mínum segjir að það tísti oft í mér. Ég er samt stolt af því að vera ég og vil ekki vera nein önnur en ég ber mig oft saman við aðra, eins og að ég sé ekki nógu góð eins og hún og allt það.

Takk æðislega fyrir þetta :D

-Hrefna.

Hrefna Erlinda. (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Draumar

Gladdi mig að fá kommentið þitt Hrefna, það hjálpar mér við að fást við draumana :) og gott ef þetta hjálpar þér.

Vertu bara þú sjálf og hættu að "láta tísta í þér" því það er hlustað á þig og tekið eftir því sem þú segir og gerir.

Bestu kveðjur :)

Draumar, 4.2.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband