Gullfoss í draumi

Þessi draumur barst frá: Birna Ósk (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. feb. 2008

Mig dreymdi þennan draum fyrir mörgum árum síðan (er að verða 18 núna, þannig að ég var kannski svona 11?) og hann situr alltaf fastur í mér. Það væri gaman að fá einhverja ráðningu.

Ég er að labba upp stiga í blokk. Á leiðinni sé ég að það eru gullslettur á gólfinu, fólk liggur dáið á stigaganginum vegna þess að það hefur snert sletturnar. Ég stíg bara yfir fólkið og held áfram að labba upp stigann og passa mig að koma ekki við sletturnar. Þegar ég er komin efst upp opna ég hurð og lít þar niður. Það er stór gullfoss (hann er ekki niðri heldur einhvernvegin við hliðina á mér og dettur niður) og í kringum hann fljúga fullt af englum. Allt í einu verð ég ekkert svo hrædd við að koma við sletturnar lengur og læt mig detta niður. Ég lendi í sundlaug og man ekki meir. Vona að þú getir eitthvað ráðið hann ;) Með fyrirfram þökk

Draumráðning:

Sæl Birna Ósk og takk fyrir að senda mér þennan áhugaverða draum þinn. Þessi draumur er afar táknrænn og er að birta þér lífsgöngu þína, viðhorf þín og metnað til að ná langt, eða ná einhverju marki sem þú einsetur þér. Stiginn boðar metnað þinn og gangan upp hann er þannig að þú lætur ekki glepjast á leið þinni að markinu. Þú nærð því sem þú ætlar þér. Gullið á leið þinni upp stigann er líka aðvörun til þín um að fara varlega í viðskiptum, en þegar þú hefur náð marki þínu með ákveðni og þrautseigju muntu uppskera "gullfossinn". Englarnir í draumnum þínum eru líka afar gott draumtákn og segja mér að þú njótir verndar á vegferð þinni. Boðskapur draumsins er því að fara varlega og missa aldrei sjónar á takmarki þínu.

Vona að þetta komi þér að gagni

Bestu kveðjur og óska þér alls hins besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir að gefa þér tíma í þetta :)

Ég hef alltaf verið svo forvitin að vita hvað þessi draumur þýddi og ákvað að senda hann þegar ég rakst á þessa síðu ;)

Kær Kveðja Birna

Birna (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Draumar

Bara gaman ef ég hef getað hjálpað þér. Það er gleði mín við þessa iðju :)

Draumar, 17.2.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband